Varðst þú fyrir tjóni í rafmagnsleysinu í gær? Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en tjón er tilkynnt:
- Gefðu þér tíma. Ekki er nauðsynlegt að tilkynna tjón samdægurs. Betra er að gefa sér tíma og fullvissa sig um heildartjón sem truflanir ullu og senda eina heildartilkynningu.
- Kannaðu hvort öryggi í rafmagnstöflu séu slegin inn (allir rofar í sömu stöðu).
- Ef þú ert ekki viss um heildartjón vegna rafmagnsleysis eða -truflana er gott að fá fagaðila til að aðstoða við að meta tjónið.
- Sendu RARIK eina tilkynningu um tjónið með öllum upplýsingum. Ef þú hefur áður sent inn tilkynningu er gott að taka það fram svo við getum sameinað tilkynningarnar við afgreiðslu.
Hér er hægt að tilkynna um tjón til Rarik: https://www.rarik.is/kvortun-vegna-rafmagnsgaeda-og-tjons-vegna-spennu?cl=42