Enn er unnið að viðgerð á kaldavatnslögn í Mývatnssveit. Það má því gera ráð fyrir takmörkuðu magni og takmörkuðum krafti í rennsli á köldu vatni framan að degi. Íbúar eru hvattir til að fara sparlega með það litla vatn sem rennur þó um lagnirnar og nota það ekki nema í neyð. Frekari tilkynningar munu birtast á vef sveitarfélagsins um leið og þær berast.