Vogar 1 í Mývatnssveit – breyting deiliskipulags vegna starfsmannahúsa

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur er Vinkilsrjóður, sem er gamalt tún, og er markmiðið að gera einn byggingarreit þar sem heimilt verður að vera með 5 starfsmannahús, 50 m2 hvert. Þrjú húsanna eru á staðnum með tímabundið stöðuleyfi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er til 17. janúar 2025. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1452/2024 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar