Leikskólinn Ylur í Mývatnssveit: Leikskólakennari óskast í 50% - 100% starf

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit sem fyrst. Um er að ræða 50% -100% starfshlutfall.

Ylur er tveggja deilda leikskóli í Mývatnssveit en grunnskólinn Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur eru samreknir. 22 nemendur eru í leikskólanum á aldrinum 1 árs til 5 ára. Leikskólinn er grænfána- og heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á heilsueflingu, vináttu, leik og útikennslu. Mikið og gott samstarf er á milli leik- og grunnskólans og íþróttamiðstöðvarinnar.

Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan starfsmann. Leitað er að einstaklingi með góða hæfni og lipurð í samskiptum, með góða þekkingu og reynslu af leikskólastarfi.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2025

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn yfirmanns.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðafólk nemenda
  • Taka þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við yfirmann
  • Sinna verkefnum er varðar uppeldi og menntun nemenda sem yfirmaður felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Færni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af starfi leikskólakennara er mikill kostur

Við leitum að starfsfólki sem

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum
  • Er lausnamiðað og vill taka þátt i samstarfi og teymisvinnu
  • Hefur reynslu/menntun af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum

Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskipum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknir skulu sendast á skólastjóra hjordis@reykjahlidarskoli.is Með umsókn skal fylgja greinagóð ferilskrá, kynningarbréf og meðmælendur.

Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://www.reykjahlidarskoli.is/leikskoli
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Hjördís Albertsdóttir, hjordis@reykjahlidarskoli.is og í síma 464-4375.