Vilt þú koma og vinna með okkur?

Vilt þú koma og vinna með okkur?

 

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar nýtt starf skrifstofu- og skjalafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins.

Við leitum að sjálfstæðum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í skemmtilegu starfsumhverfi. Um er að ræða 80-100% starf. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með skjalastjórnun og skjalasafni sveitarfélagsins
  • Ábyrgð á móttöku, skráningu og frágangi skjala
  • Fræðsla til annars starfsfólks varðandi skjalamál
  • Umsjón með skjalavistunarkerfi og skjalavistunaráætlun
  • Er tengiliður sveitarfélagsins við Héraðsskjalasafn og hugbúnaðaraðila skjalavistunarkerfis
  • Svörun erinda til bygginga- og skipulagsfulltrúa
  • Skönnun teikninga og skjölun þeirra
  • Frágangur fundargerða sveitarstjórnar- og byggðarráðsfunda
  • Móttaka, afgreiðsla og símsvörun fyrir skrifstofu Þingeyjarsveitar
  • Verkefni er snúa að uppfærslu gagna á heimasíðu
  • Ýmis önnur og tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf og/eða önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg
  • Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
  • Þekking og reynsla af skjalavistunarmálum æskileg
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að setja fram gögn
  • Samviskusemi og skipulagshæfileikar
  • Geta til að vinna í teymi
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Metnaður til árangurs og jákvæðni

Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember nk. Umsóknir skal senda á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt prófskírteinum, sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eins fljótt og hægt er eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 512-1800 eða með fyrirspurnum á netfangið: mholm@thingeyjarsveit.is

Við ráðningu eru jafnréttisjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum. Öllum umsækjendum verður svara þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.