Þingeyjarsveit og Íslandsstofa funduðu um atvinnutækifæri í Þingeyjarsveit. Fundurinn skapar vonir um aukið samstarf við Íslandsstofu og fjárfesta sem áhuga hafa á að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem sveitarfélagið býður upp á.
Þingeyjarsveit hefur hlotið jafnlaunavottun. „Jafnlaunavottun stuðlar að auknu trausti meðal starfsmanna ásamt því að um er að ræða viðurkenningu á því að tryggt er að starfsmenn fái sanngjarna og jafna launagreiðslu fyrir sambærileg störf“ segir Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.