Þingeyjarsveit stendur nú fyrir könnun á stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hvetur alla íbúa til að taka þátt og hjálpa til við að móta framtíðina!
Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.